Þetta er mjög jákvætt skref í verndun villta laxins. Með þessum samningnum, sem NASF hefur gert, má gera ráð fyrir að allt að fimm hundruð laxar eiga meiri möguleika á að komast á hrygningastöðvar í stað þess að enda í netunum.

Skv. frétt Morgunblaðsins:

„Færri laxa­net verða í sum­ar í Hvítá og Ölfusá. NASF á Íslandi greindi frá þessu nú fyr­ir skemmstu og sendu út frétta­til­kynn­ingu um að samn­ing­ar hefðu náðst við nokkra af land­eig­end­um á vatna­svæðinu til tíu ára. Með samn­ingn­um er ljóst að allt að fimm hundruð lax­ar eiga meiri mögu­leika á að kom­ast á hrygn­inga­stöðvar.

NASF ætl­ar að vinna með land­eig­end­um og leigu­tök­um á vatna­svæðinu að því mark­miði að sem mest af lax­in­um fái að njóta vaf­ans þegar hann er kom­inn á sín­ar hrygn­inga­slóðir. Jafn­framt lýsa samn­ingsaðilar því yfir að þeir munu styðja og beyta sér fyr­ir aukn­um rann­sókn­um á vatna­svæði Hvítár og Ölfusár. Samn­ingsaðilar hafa vænt­ing­ar um að aðgerðir þeirra muni hafa já­kvæð áhrifa á laxa­gengd á svæðinu og með aukn­um rann­sókn­um verði hægt að mæla þau áhrif sem samn­ing­ur­inn mun hafa.

Bæði land­eig­end­ur og leigu­tak­ar á svæðinu koma að fjár­mögn­un sam­komu­lags­ins í sam­starfi við NASF á Íslandi. Þessi ráðstöf­un, að semja við land­eig­end­ur um nýt­ingu á svæðinu, er í sam­ræmi við stefnu og til­gang NASF á Íslandi, sem mótaður var af Orra heitn­um Vig­fús­syni, stofn­anda sjóðsins.“