Slíkar látlausar hörmungar fréttir berast ekki af neinu öðru húsdýrahaldi en sjókvíaeldi á laxi.

Þetta er ekki boðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Í áætlunum fyrirtækjanna er beinlínis gert ráð fyrir að stór hluti eldisdýranna drepist því þau þola ekki þá vist sem þeim er búin í sjókvíunum. Þetta bætist við óásættanlega mengun og skaða fyrir umverfið og lífríkið.

Það er grátleg tímaskekkja að verið sé að greiða götu þessa skaðlega iðnaðar ofan í firði landsins.

Skv frétt RÚV:

„Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að viku eftir óveðrið hafi byrjað að bera á auknum laxadauða í Reyðarfirði. Sterkir straumar og stöðugur vindur í sólarhring hafi valdið því að fiskurinn fékk nuddsár. Hann hefur ekki tölur um hve mikið af fiski drapst en á öðru eldissvæðinu var laxinn kominn í sláturstærð og var slappasti fiskurinn tekinn til slátrunar. Laxadauðinn var tilkynntur til Matvælastofnunar og samkvæmt upplýsingum þaðan varð einnig seiðadauði á eldisvæði Laxa við Gripalda í Reyðarfirði þar sem pramminn sökk.

Í Fáskrúðsfirði jókst einnig laxadauði hjá Fiskeldi Austfjarða. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu voru það aðeins nokkur tonn sem ekki hafi teljandi áhrif á reksturinn. Ákveðið var að taka fisk úr einni kvínni til slátrunar.“