„Þetta er algjört fúsk frá upphafi til enda og ástæðan fyrir því að ég kom mér út úr þessu á sínum tíma. […] Þessar myndir sem við sáum úr Tálknafirði sýna bara dýraníð,“ segir Arnór Björnsson, sem stofnaði laxeldisfyrirtækið Fjarðalax á suðvestanverðum Vestfjörðum eftir efnahagshrunið á Íslandi, en hætti afskiptum af eldinu af því honum fannst of geyst farið.

Þrátt fyrir endalausar aðvaranir í mörg ár hleypti Ísland sjókvíaeldisfyrirtækjunum í firði landsins. Ekkert af því sem hefur verið að gerast á að koma neinum á óvart.

Heimildin ræddi við Arnór til að spyrja hann um fordæmalausan laxadauða og förgun hjá Arctic Fish.