MAST hlýtur að kæra forráðamenn Arctic Fish. Það voru þeir sem ákváðu að sinna ekki neðansjávareftirliti í rúma þrjá mánuði með sjókvínni sem þessi eldislax slapp út úr því netin í henni voru rifin.
Myndin sýnir eldishrygnu sem hefur parað sig með villtum hæng í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi.

Þetta umhverfisslys er á ábyrgð stjórnenda Arctic Fish. Játning þeirra liggur fyrir. Brot þeirra varða allt að tveggja ára fangelsi.

Morgunblaðið ræddi við veiðimenn í Langadalsá:

„Veiðimenn sem nú eru að veiða í Langa­dalsá í Ísa­fjarðar­djúpi upp­lifðu að áin væri um­set­in af eld­islaxi. Eld­islax­ar voru í ósn­um og fjór­ir voru við telj­ar­ann nokkru ofar. Í veiðistaðnum Grund­arfljóti mátti sjá eitt laxap­ar og var það komið í stell­ing­ar fyr­ir hrygn­ingu. Þetta voru einu tveir lax­arn­ir í hyln­um. Einn af veiðimönn­un­um tók upp mynd­band af löx­un­um í hyln­um. Þegar farið var að skoða mynd­bandið kom í ljós að villt­ur hæng­ur hafði parað sig við eld­is­hrygnu. …

Reynt verður að ná þess­ari hrygnu sem er í Grund­arfljóti. Veiðimönn­um tókst að háfa einn af þeim eld­islöx­um sem voru við telj­ar­ann í Langa­dalsá en hinir sluppu, í bili. Bjart­ir og lúsug­ir fisk­ar voru í ósn­um og það er eitt vanda­málið með þessa strokulaxa að eng­inn veit hvenær þeir taka ákvörðun um að ganga upp í árn­ar. Það get­ur verið að ger­ast langt fram eft­ir hausti. …“