Stjórnarformaður Måsøval, hins norska móðurfélags sjókvíaeldisfyrirtækjanna Laxa og Fiskeldis Austfjarða (Ice Fish Farm), hefur fært nánast allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu á nafn tæplega 18 ára dóttur sinnar, sem flutti heimilsfang sitt til Sviss síðastliðið haust. Áður hafði hinn aðaleigandi fyrirtækisins, bróðir sjórnarformannsins, fært heimilisfang sitt til Sviss.

Ásetningur eigenda sjókvíaeldisfyrirtækjanna til skattasniðgöngu, hvort sem er hér á Íslandi eða í Noregi, er einbeittur og þeir hika ekki við að nota til þess öll tiltæk ráð.

Elsta sjókvíaeldisfyrirtækið sem hér starfar, Arnarlax, hefur til dæmis aldrei greitt tekjuskatt. Þó er fyrirtækið með viðskiptasögu frá 2007 þegar Fjarðalax, sem Arnarlax tók yfir, er talið með.

Arnarlax hefur staðið í málaferlum við Vesturbyggð vegna þess að fyrirtækið sættir sig ekki við að greiða hafnargjöld eftir verðskrá sveitarfélagsins.

Allir þjónustubátar sem starfa við þennan iðnað, utan einn, eru skráðir í öðrum löndum og eru með erlendar áhafnir.

Meirihluti starfsfólks kemur að utan og er á lágmarkslaunum.

Það gjald sem fyrirtækin greiða fyrir afnot af hafsvæðum í eigu þjóðarinnar stendur ekki undir kostnaði hins opinbera af þessari starfsemi.

Háár upphæðir í erlendum gjaldeyri renna úr landi fyrir fóður, búnað, ráðgjöf og lán til móðurfélaganna.

Það eina sem við vitum fyrir víst að þessi starfsemi skilur eftir sig á Íslandi er látlaus mengun sem sem streymir úr opnu sjókvíunum í hafið og skaðinn á lífríkinu.

Hversu heimskulega er hægt að fara að ráði sínu?

Måsøval flytter enda mer av selskapets eierskap til Sveits