Þegar þessi landeldisstöð sem fjallað er um í Salmon Business verður komin í fulla vinnslu í Portúgal mun hún ein framleiða álíka magn og leyfilegt verður hér í sjókvíum að hámarki miðað við áhættumat Hafrannsóknastofnunar. Nákvæmlega þetta er að gerast um allan heim.

Laxeldi er á krossgötum. Framundan er að lax verður alinn á þröskuldi þessi markaðar þar sem á að selja hann. Þetta vita þeir vel sem eiga í sjókvíaeldisfyritækjunum hér.

Hamagangurinn við að þrýsta í gegn nýjum leyfum fyrir sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum snýst um skammtímagróðra fárra en ekki langtímahagsmuni margra. Áform um að troða niður 10.000 tonna sjókvíaeldi í Seyðisfjörð er dæmi um það sem er í húfi. Meirihluti heimafólks vill ekki sá þennan iðnað í fjörðinn sinn. Hinum megin eru örfáir einstaklingar sem eiga von á feikilegum gróða ef tekst að koma þessum áætlunum í gegn.

Sagt var frá því fréttum árið 2017 að þegar 45% hlutur í Fiskeldi Austfjarða skipti um eigendur var greitt fyrir hann tæplega einn milljarður króna. Inn í kaupsamninginn var skrifað að ef tilteknar leyfisumsóknir færu í gegn innan tíu ára myndi kaupverðið hækka um þrjá milljarða króna. Það eru þessar þrjúþúsund milljónir og aðrar stórar upphæðir sem eru að baki ákafanum við að fá þessi leyfi í gegn.

Þegar markaðurinn nær svo jafnvægi í kringum staðbundna landeldið munu sjókvíaeldiskóngarnir hverfa á braut undir merkjum hagræðingar, rétt eins og aðrir kvótakóngar hafa áður gert.