Svona er umhorfs í sjókvíum Laxa í Reyðarfirði. Dauður og rotnandi eldislax í massavís. Þetta er algjörlega óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Fyrstu sex mánuði ársins hafa tæplega 1,8 miljón eldislaxar drepist í sjókvíum við Ísland. Til að setja þá tölu í samhengi þá telur allur villti laxastofn landsins innan við 80.000 fiska. Sá fjöldi hefði þurrkast út á sex dögum í júní þegar sjókvíaeldisfyrirtækin fjarlægðu að jafnaði 13.300 dauða eldislaxa úr kvíum sínum á hverjum einasta degi. Og athugið að þessar tölur eru byggðar á upplýsingum sem koma beint frá sjókvíaeldisfyrirtækjunum sjálfum. Ljósmyndirnar með þessar færslu eru frá Veigu Grétarsdóttur.