Samkvæmt nýjustu ársreikningum sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa á Íslandi (fyrir árið 2021) unnu þar að meðaltali um 290 manns. Sama ár unnu samkvæmt staðgreiðsluskrá um 580 manns við sjókvíaeldið, eru þá allir taldir, hvort sem þeir unnu lengur eða skemur í þessum iðnaði.

Til að setja þessa tölu í samhengi þá unnu sama ár fleiri starfsmenn hjá Domino’s pizzakeðjunni sem hefur líka reglulega greitt hér tekjuskatt af starfsemi sinni, ólíkt sjókvíaeldisfyrirtækjunum.

Myndin sem hér fylgir sýnir fiskikör full af dauðum laxi, helsærðum af vetrarsárum. Stór hluti af störfum við sjókvíaeldi snýst um að fjarlægja dauðan lax úr sjókvíunum. Eftir skelfilegt ár 2021 þá drápust enn þá fleiri eldislaxar í sjókvíaeldi á síðasta ári. Um það bill einn af hverjum fimm löxum sem fyrirtækin setja í netapokana lifir ekki af vistina.

Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.