Úr ályktun Landssambands veiðifélaga um hugmyndir sjávarútvegsráðherra um að leyfa laxeldi í opnum kvíum við ósa laxveiðiáa:

„Ráðherra hef­ur haldið því fram að lög­fest­ing áhættumats erfðablönd­un­ar tryggi vernd laxa­stofna með sama hætti og reglu­gerðar­á­kvæðið hef­ur gert allt frá því það var sett árið 1988. Það er fyr­ir­slátt­ur. Það er aug­ljóst að með þess­ari breyt­ingu er ráðherra að tryggja að ekk­ert fái stöðvað áform um lax­eldi á gild­andi friðun­ar­svæði Langa­dals­ár og Hvanna­dals­ár í Ísa­fjarðar­djúpi. Þá opn­ar þessi breyt­ing á eldi í næsta ná­grenni við árn­ar i Eyjaf­irði, svo sem Fnjóská þar sem þessi fjar­lægðarmörk skipta miklu máli.

Hafa verður í huga að áhættumat erfðablönd­un­ar tek­ur að lög­um ein­vörðungu til mögu­legr­ar erfðameng­un­ar af völd­um lax­eld­is. Aðrir áhættuþætt­ir svo sem sjúk­dóma­hætta og laxal­ús eru ekki þætt­ir sem meta á í áhættumati erfðablönd­un­ar sam­kvæmt lög­um um fisk­eldi. Vert er að benda á að sam­komu­lag um fyr­ir­komu­lag áhættumats­ins var svikið með því að lög­festa að taka ætti til­lit til mót­vægisaðgerða fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­anna en ekki áhrifa af lús og sjúk­dóm­um. Varðandi þessa þætti skipt­ir fjar­lægðar­vernd­in öllu máli.”