Samkvæmt áreiðanlegum heimildum okkar hjá IWF eru nú hafnar eitranir gegn laxalús hjá Arnarlaxi fyrir vestan, þar á meðal í sjókvíum við Hringsdal þar sem fyrirtækið er á undanþágum vegna brota á skilyrðum um hvíldartíma. Samkvæmt sömu heimildum er búið að eitra eða verður eitrað líka í sjókvíum hjá Arctic Sea Farm.

Engar fréttatilkynningar um þessa eiturefnanotkun hafa verið sendar frá Matvælastofnun. Virðist stofnunin hafa breytt þar áður mörkuðu vinnulagi sínu, sem er mikil afturför ef rétt reynist. Auðvitað á að upplýsa almenning um notkun eiturefna við matvælaframleiðslu.