Bráðsmitandi sjúkdómar, lúsafár, mengun sem rennur beint í sjóinn, erfðablöndun við villta stofna og hörmuleg meðferð eldisdýranna sem drepast í stórum stíl.

Þessi iðnaður má ekki fá að vaxa hér við land.

Skv. frétt Mbl um smitið:

“Sjúk­dóm­ur­inn get­ur lifað í sjó og er því mik­il­vægt að bregðast snöggt við þar sem hætta er á að smit ber­ist til annarra eld­is­stöðva, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni. Þótt veir­an hafi ekki áhrif á menn geta þeir borið hana og því einnig mik­il­vægt að öll starf­sem­in taki mið af því að koma í veg fyr­ir frek­ari smit.

Smit hafa í gegn­um árin greinst á fisk­eld­is­stöðvum fyr­ir atlants­hafslax í Nor­egi, Skotlandi, Síle og Kan­ada.

Grein­ist slík ISA-veira á eld­is­stöð get­ur það haft veru­leg áhrif á rekst­ur eld­is­stöðva, en grun­ur um smit dug­ar til þess að ekki sé heim­ilt að flytja afurð frá viðkom­andi stöð til Kína, Ástr­al­íu eða Nýja-Sjá­lands. Hvað Ástr­al­íu varðar er einnig óheim­ilt að flytja þangað lax eða skylda fiska frá fisk­eld­is­stöð sem er inn­an við 10 kíló­metra frá þeirri stöð sem smit hef­ur greinst í.”