Allur lax á Kol, ferskur, reyktur og grafinn, kemur úr landeldi.

200 mílur, sjávarútvegsblað Morgnblaðsins talaði við Sævar Lárusson, yfirkokk á Kol

Graf­inn og reykt­ur lax er ómiss­andi hluti af kræs­ing­um jól­anna og gera jóla­mat­seðlar Kols þess­um hátíðarmat mjög góð skil. Reykta lax­inn fær Kol hjá Reyk­hús­inu í Hafnar­f­irði enda seg­ir Sæv­ar að það þurfi helst að nota sér­hæfðan rey­kofn til að reykja lax svo vel sé, en hann tek­ur það sér­stak­lega fram að all­ur lax á mat­seðlin­um er feng­inn úr sjálf­bæru land­eldi.

Að grafa lax er hins veg­ar öllu ein­fald­ara. „Það tek­ur enga stund að út­búa lax­inn en þarf auðvitað að bíða í tvo eða þrjá daga eft­ir að hann hef­ur verið hjúpaður. Má bregða á leik og gera til­raun­ir með alls kon­ar krydd, og svo er líka upp­lagt að grafa aðrar fisk­teg­und­ir í stutt­an tíma fyr­ir eld­un.“