„Á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir lífskjör fólksins í sveitum landsins, ferðaþjónustuna og 80 þúsund Íslendinga sem njóta stangaveiði á sumrin.“

Þetta skrifar Gunnlaugur Stefánsson í aðsendri grein sem birtist á Vísi.

Nú standa víða yfir prófkjör og svo eru kosningar í haust. Við hvetjum ykkur öll til að ræða þessi mál við frambjóðendur sem vilja atkvæði ykkar. Og munið, frambjóðendur sem segjast styðja sjókvíaeldi og vernd náttúru og lífríkis Íslands, eru ekki að segja satt. Þetta tvennt fer aldrei saman.