Þetta er eins afgerandi og það getur orðið, 59 prósent eru andvíg sjókvíaeldi en aðeins 19 prósent hlynnt.

Andstaðan við þessa óboðlegu aðferð við matvælaframleiðslu er klár í öllum aldurshópum, á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og meðal kjósenda allra flokka.

Þetta eru skýr skilaboð til fólksins sem fer með löggjafarvaldið á Alþingi. Við treystum á að þau sem þar sitja séu að hlusta.

Skv. frétt Morgunblaðsins:

Fram kem­ur að svar­end­ur sem segj­ast kjós­end­ur Pírata eru and­víg­ast­ir sjókvía­eldi og sögðust 84% þeirra vera mót­falln­ir slík­um rekstri en aðeins 4% hlynnt­ir. Þá eru kjós­end­ur Miðflokks hlynnt­ast­ir sjókvía­eldi eða 40% þeirra, en 41% þessa hóps segj­ast and­víg­ir. …

Fólk á lands­byggðinni er lík­legra til að líta sjókvía­eldi já­kvæðum aug­um en íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins. Sögðust 26% svar­enda á lands­byggðinni hlynnt­ir sjókvía­eldi en 47% and­víg­ir. Á höfuðborg­ar­svæðinu eru aðeins 16% svar­enda hlynnt­ir en 65% and­víg­ir.

Ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 18 til 24 ára reynd­ust hlynnt­ari sjókvía­eldi en aðrir ald­urs­hóp­ar og ein­stak­ling­ar á bil­inu 55 til 64 ára and­víg­ari en aðrir.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 10. til 24. fe­brú­ar. Um er að ræða net­könn­un meðal könn­un­ar­hóps Pró­sents og var úr­takið tvö þúsund ein­stak­ling­ar 18 ára og eldri. Svar­hlut­fall var 49,5%.