Aðstæður eldislaxanna í sjókvíunum í Reyðarfirði, þar sem blóðþorri greindist, voru svo slæmar að ónæmiskerfi þeirra brast og veira sem hefði átt að vera þeim meinlaus stökkbreyttist í banvænan sjúkdóm.

Þetta er kenning dýra­lækn­is fisk­sjúk­dóma hjá MAST, sem bendir á í frétt MBL að vetrarveður, marglyttur og þörungar hafi gert umhverfið svona slæmt fyrir eldidýrin.

Og þá er spurt. Hví leyfir MAST dýrahald við þessar aðstæður? Grípur þessi stofnun aldrei til aðgerða fyrr en það er of seint?

Skv. umfjöllun Morgunblaðsins:

“Ekki er vitað um ástæður sýk­ing­ar­inn­ar. Gísli Jóns­son tel­ur lík­legt að um­hverfisaðstæður valdi því að veir­an hafi stökk­breyst, úr mein­lausri laxaflensu yfir í mein­virkt af­brigði. Hann bend­ir á að álag hafi verið á kví­un­um á Gripalda. Árið byrjaði með óveðri sem leiddi til þess að fóðurprammi sökk við eldisk­ví­arn­ar. Síðar bætt­ist við þör­unga­blómi í vor og mar­glytta lagðist að í haust. Seg­ir Gísli hugs­an­legt að ónæmi fisks­ins hafi dalað í þessu volki og það orðið til að skapa tæki­færi fyr­ir veiruna.”