Þegar fólkið sem gagnrýnir „íþyngjandi eftirlit“ og tekst jafnvel að knýja fram að fyrirtækin hafi eftirlit með sjálfu sér þá fer því miður gjarnan verulega illa.

Í núverandi lagaumhverfi er sjókvíaeldisfyrtækjunum falið að hafa eftirlit með sjálfu sér að mjög stóru leyti, sem hefur nú ekki reynst vel. Arnarlax er með 120 milljón króna sekt á sér og MAST fór fram á að lögreglan rannsakaði Arctic Fish vegna lögbrota.

Í Viðskiptablaðinu er fjallað um vanda  segir: um vanda flugvélaframleiðandans Boeing sem er búinn að eyðileggja orðspor sitt með handónýtu „sjálfseftirliti.“:

Sir Tim Clark, forstjóri flugfélagsins Emirates, gagnrýnir Boeing harðlega í viðtali við Financial Times og segir að flugvélaframleiðandinn sé kominn á seinasta séns. Hann segir einnig að Emirates muni senda eigin verkfræðinga til að fylgjast með framleiðslu Boeing-flugvéla.

Emirates er einn stærsti viðskiptavinur Boeing en í nóvember lagði flugfélagið 52 milljarða dala pöntun fyrir 95 breiðþotur af gerðinni Boeing 777 og 787. …

Emirates mun senda verkfræðinga til að fylgjast með framleiðsluferli þeirra flugvéla sem félagið hefur pantað og munu þeir eins fylgjast með birgðum frá Spirit AeroSystems.

Önnur flugfélög hafa einnig lýst yfir áhyggjum og bent á að núverandi ástand Boeing og rannsókn bandaríska flugmálaeftirlitsins gæti tafið heildarframleiðslu nýrra flugvéla á borð við 737 Max, Max 7 og Max 10.