Arctic Fish vinnur að því að stórauka laxeldi sitt inni í fjörðum Vestfjarða jafnvel þó að einn stærsti eigandi fyrirtækisins, Norway Royal Salmon, sé meðvitaður um að sjókvíaeldi svo nálægt landi er ekki framtíðin.
Þetta kemur fram í úttekt Stundarinnar.
„Miðað við orð fyrirtækisins sjálfs í ársreikningnum þá mun sjálfbær framleiðsla á laxi í framtíðinni byggja á því að notast við aflandseldi en ekki þess konar strandeldi sem fyrirtækið hefur stundað hingað til og sem Arctic viss er nú að byggja upp í stórum stíl á Vestfjörðum og sem fyrirtækið hefur gagnrýnt Veigu Grétarsdóttur fyrir að fjalla um.“
Við þurfum að stöðva strax áform um að Ísland verði ruslahaugur úreltra og skaðlegra framleiðsluaðferða.