Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur í starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvanneyri, var í merkilegu viðtali í Morgunblaðinu á dögunum. Þar sagði hann meðal annars frá því hvernig ýmsar aðgerðir við laxveiðiár undanfarin ár og áratugi hafa stuðlað að mun betri umgengni við villta laxinn sem hefur leitt til þess að stofnar hafa styrkst.
„Kröfur um fluguveiði og reglur og tilmæli um að sleppa fiski, sérstaklega stórum fiski, hafa skilað sínu. Stærsta fiskræktaraðgerðin í Borgarfirði og á landinu öllu er þó, að sögn Sigurðar Más, kaup veiðiréttarhafa í laxveiðiánum á réttindum til netaveiði í Hvítá á árinu 1991 og upptaka netanna,“ segir í greininni í Morgunblaðinu.