Norski rithöfundurinn Dagfinn Nordbö skrifar frábæra eldmessu í Verdens Gang í dag um fyrirsjáanleg viðbrögð norsku sjókvíaeldismilljarðamæringana við tillögum þingnefndar um að greiddur verði hærri skattur af starfsemi þeirra.
Sjókvíaeldismilljarðamæringarnir hafa brugðist ókvæða við hugmyndum um að norska þjóðin fái hærri rentu fyrir afnot þeirra af hafsvæðum í þjóðareign. Hóta þeir nú hver um annan þveran að flytja fyrirtæki sín úr landi.
Allt er þetta mjög kunnuglegt. Á Íslandi eru reyndar endanlegir eigendur sjókvíaeldisfyritækjanna alls ekki með skattalegar festur hér á landi heldur einhvers staðar utan 200 mílnanna, enda hafa sjókvíaeldisfyrirtækin aldrei greitt tekjuskatt hér.
Nordbö hjólar af fítonskrafti í þessa gráðugu og freku samlanda sína og þann ömurlega og óumhverfisvæna iðnað sem þeir reka. Hann bendir á að hversu slök matvara sjókvíaeldislaxinn er og að framleiðsluaðferðirnar eru allar á kostnað náttúrunnar og lífríkisins.
„Við eigum að nýta þau gæði sem náttúruna færir okkur, ekki nauðga henni,“ skrifar Nordbö.