Samstarfsverkefni Hafrannsóknastofnunnar og Imperial College in London um rannsóknir á hnignun villtra laxastofna í Norður Atlantshafi er farið að vekja athygli utan landsteinanna. Í þessari frétt kemur fram að fjöldi villtra laxa á þessu svæði er aðeins um fjórðungur af því sem var í kringum 1970. Svo hröð fækkun er vísbending um að tegundin sé í útrýmingarhættu.
Í nýbirtri ársskýrslu norska Vísindaráðsins um stöðu villta laxins kemur fram að stærstu manngerðu hætturnar fyrir laxinn tengjast allar sjókvíaeldi, laxalúsafár og sjúkdómar sem það koma auk sleppifiska.