Ef skoski sjókvíaeldisiðnaðurinn hættir ekki að skjóta seli og nota hátíðni hljóðmerki til að fæla þá frá sjókvíunum mun innflutningur á afurðum þeirra verða bannaður í Bandaríkjunum.
Það er sama hvar litið er á þennan iðnað, alltaf skal hann böðlast á lífríkinu með harkalegum hætti.
Við vitum að ýmsir starfsmenn sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi fylgjast vel með þessari síðu okkar. Fróðlegt væri að heyra frá þeim hvernig fyrirtæki þeirra taka á ásókn sela í kvíarnar.