Ingólfur Ásgeirsson, einn af stofnendum Icelandic Wildlife Fund, er rödd skynseminnar í þessari frétt Fréttablaðsins:
„Það þarf að stunda ábyrgt eldi þar sem náttúran fær að njóta vafans eins og gert verður til í Washington ríki og einnig til dæmis í Svíþjóð. Þar féll dómur um að allt sjókvíaeldi með regnbogasilung þarf að fara upp á land eftir árið 2020.
Svo er hér á landi nýtt fyrirtæki í Þorlákshöfn sem er að fara af stað með 5000 tonna landeldi. Við getum fylgt fordæmi þessara aðila og byggt upp framtíðareldi uppi á landi með hágæðavöru en ekki verið að stunda svona mengandi iðnað. Við þurfum varla Norðmenn til að kenna okkur að ala fisk, við erum fiskveiðiþjóð og getum alið hvaða fisk sem er en við eigum ekki að ala norskan innfluttan lax í sjókvíum, það er það síðasta sem við eigum að gera.“