Hér er skjáskot af upplýsingum um mengun sem komu fram á vefsvæði Landssambands fiskeldisstöðva en er nú búið að fjarlægja.
Breytingarnar voru gerðar eftir að bent var á þá gríðarlegu saurmengun sem stafar frá laxeldi í opnum sjókvíum. Var þar stuðst við síðu fiskeldisstöðvanna sem heimild, jafnvel þó vitað væri að það mat, sem þar kom fram, er mjög varfærið.
Mengunin er miklu meiri einsog kemur fram í tölum Umhverfisstofnunar Noregs. Viðbrögð Landssambands fiskeldisstöðva voru að taka þessar upplýsingar út af vefsíðu sinni. Eru það vægast sagt mjög ótraustvekjandi vinnubrögð.