Ef norska umferðarljósakerfið væri notað hér hefði sjókvíaeldi í Dýrafirði verið meira eða minna á rauðu jósi frá 2017, svo slæmt hefur ástandið verið.

Norðmenn nota það kerfi til framleiðslustýringar í sjókvíaeldi. Á rauðu ljósi er skylda að slátra upp úr kvíunum. Er það gert til að vernda villta stofna af laxi, sjóbirtingi og sjóbleikju en lúsin hefur hörmuleg áhrif á þá.

Eitrið sem sjókvíaeldisfyrirtækin nota gegn lúsinni hefur svo mjög skaðleg áhrif á lífríkið. Lúsin er skeldýr og eitrið drepur önnur skeldýr hafsins líka, marfló, rækju og humar. Þetta er skelfilegur iðnaður.

Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Í umfjöllun Morgunblaðsins segir m.a.:

Laxal­ús hef­ur tekið að fjölga und­an­far­in miss­eri á lax­fisk­um í sjókví­um á Vest­fjörðum. Sam­kvæmt mæla­borði fisk­eld­is var í nóv­em­ber að meðaltali 1,41 kven­lús á hverj­um fiski í sjókví­um á Íslandi. Tal­an er hins veg­ar mun hærri þar sem lús­in er þar sem hana er alla jafna ekki að finna á Aust­fjörðum.

Ekki liggja fyr­ir töl­ur fyr­ir lands­hluta í nóv­em­ber en tal­an fyr­ir Vest­f­irði á októ­ber er 0,94 kven­lús á fiski. Það er ekki ýkja mikið þar sem áhættu­mörk í mörg­um ríkj­um eru 1,5 til 3 full­orðnar lýs á hverj­um fiski.

Staðan er hins veg­ar allt önn­ur þegar skoðuð er staðan eft­ir fjörðum og sést að í Dýraf­irði voru 3,94 kven­lýs á hverj­um fiski í októ­ber.

Í bréfi til Ísa­fjarðarbæj­ar dag­settu 12. októ­ber síðastliðinn til­kynnti Arctic Fish að þörf væri á að meðhöndla gegn laxal­ús með ema­mect­in benzoa­te eða svo­kölluðu „slice“ í kvía­stæðum við Hvanna­dal í Tálknafirði, Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði og Hvestu­dal í Arnar­f­irði. Átti meðhöndl­un að vera lokið 21. nóv­em­ber.