Hafið þetta hér fyrir neðan bakvið eyrað þegar þið heyrið íslensku útsendara norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna setja á sönginn um atvinnusköpun. Staðreyndin er sú að það vantar nú þegar fólk til starfa í íslensku samfélagi.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, nefnir í þessari frétt Fréttablaðsins að vinnuaflsskorturinn nú um stundir sé „með því brattara sem við höfum tekist á við“ og segir vandann einkum vera í ferðaþjónustu, veitingageira og byggingariðnaði.

Í rannsókn samtakanna kemur fram að um tólf þúsund manns þurfa að flytja til Íslands á næstu fjórum árum til að mæta eftirspurninni.

Í mastersritgerð sem skilað var við Háskóla Íslands haustið 2020 kemur fram að „rekja má 4% hagvaxtar á Vestfjörðum á tímabilinu frá 2012-2017 til fiskeldis og 16% hagvaxtar má rekja að hluta til ferðaþjónustu.“