Síðastliðið haust slátruðu og förguðu Arctic Fish og Arnarlax um tveimur milljónum eldislaxa sem litu svona út vegna sára af völdum lúsar og bakteríusmits.
Myndina tók Veiga Grétarsdóttir í Tálknafirði í október 2023.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hárri upplausn og þysja inn að yfirborði sjókvíarinnar. Hver einasti hvíti depil á yfirborðinu er helsærður eldislax. Þetta var martraðarkennt ástand. Þjáning dýranna hefur verið ólýsanleg.

Vídeóið hér fyrir neðan sýna hryllilega áverkana á eldislöxunum í nærmynd.

Lagareldisfrumvarp VG heimilar sjókvíaeldisfyrirtækjunum að halda áfram að fara hræðilega með eldislaxana. Þau geta látið yfir 20 prósent eldisdýranna drepast í 18 tímabil í röð áður en ákvæði frumvarpsins um forsendubrest og leyfissviptingu virkjast.
Þetta frumvarp má ekki verða að lögum.