Hesteyri í Aðalvík. Sjókvíaeldisfyrirtækin vilja setja niður sjókvíar innan Hornstrandarfriðlandsins. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Um okkur
25Umhverfissjóðurinn, The Icelandic Wildlife Fund (IWF) var stofnaður 2017 . Megin áhersla sjóðsins er náttúruvernd og umhverfismál, þar með talið að standa vörð um villta íslenska laxastofninn, sjóbleikju, sjóbirting og aðra ferskvatntsfiska í ám og vötnum Íslands.
Stofnendur IWF voru Ingólfur Ásgeirsson flugstjóri og Lilja R. Einarsdóttir framkvæmdastjóri, en þau leiða breiðan hóp fólks með fjölbreyttan bakgrunn sem á það sameiginlegt að vilja slá skjaldborg um íslenska náttúru.
Náttúra og umhverfisgæði Íslands standa frammi fyrir mikilli ógn af hálfu fyrirtækja sem hyggjast hefja stórfellt sjókvíaeldi á laxi eða stórauka við núverandi sjókvíaeldi við strendur landsins. Þar á meðal eru norsk stórfyrirtæki sem hafa valdið miklum umhverfisspjöllum víða um heim. Þessi fyrirtæki eyða háum fjárhæðum í ágenga hagsmunagæslu og þrýsting á stjórnvöld í héraði og á landsvísu. Það verður að spyrna þar við fótum og halda uppi vörnum fyrir umhverfi og lífríki landsins.
IWF er grasrótarstofnun og er ekki rekin í ágóðaskyni (non-profit). Sjóðurinn stundar ekki atvinnurekstur og aflar sér fjármuna til verkefna með frjálsum framlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Samkvæmt þeim lögum ber sjóðnum ekki að senda ársreikning til Ársreikningaskrár (RSK) en skal skila Ríkisendurskoðun ársreikningi eigi síðar en 30. júní ár hvert fyrir næstliðið ár.
IWF ver þeim fjármunum sem safnast í verkefni sem liggja fyrir hverju sinni og samræmast markmiðum sjóðsins. Í því sambandi má nefna rekstur þessarar vefsíðu, Facebooksíðu sjóðsins og gerð ýmiss konar kynningarefnis, fræðslu og upplýsingagjöf.
Tugir einstaklinga og félaga styðja starf IWF með frjálsum framlögum. Hæsti einstaki styrkur sem sjóðurinn hefur fengið nemur 25.000 dollurum og kom frá bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia árið 2024.
Ritstjórn vefsíðu og ábyrgðamaður: Jón Kaldal
Stjórn sjóðsins er þannig skipuð: Freyr Frostason, formaður, Hrefna Sætran, Inga Lind Karlsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir og Vala Árnadóttir. Varamenn eru Lilja Einarsdóttir og Örn Kjartansson.
Ingólfur Ásgeirsson er framkvæmdastjóri.
Upplýsingar um Íslenska náttúruverndarsjóðinn The Icelandic Wildlife Fund:
Icelandic Wildlife Fund
Kt: 680417-0320
Heimilisfang: Brekkustígur 3a, 101 Reykjavík
Netfang: info@iwf.is
Ársreikningar:
Ársreikningur 2017
Ársreikningur 2018
Ársreikningur 2019
Ársreikningur 2020
Ársreikningur 2021
Ársreikningur 2022
Ársreikningur 2023
Einhverjar spurningar?
Hafðu samband
Skilmálar og persónuvernd
Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife er ekki rekinn í ágóðaskyni ( non – profit ).
Hann er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir.